19.12.1987
Efri deild: 33. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2719 í B-deild Alþingistíðinda. (2071)

63. mál, lánsfjárlög 1988

Eiður Guðnason:

Virðulegi forseti. Við afgreiðslu lánsfjárlaga undanfarin ár hef ég oft vakið athygli á því að mjög væri gengið nærri Ríkisútvarpinu. Ég er sömu skoðunar enn, en þar sem verið er að endurskoða útvarpslög treysti ég því að sú endurskoðun muni leiða til þess að Ríkisútvarpinu verði tryggður bærilegur rekstrargrundvöllur og því segi ég já.