21.12.1987
Efri deild: 35. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2918 í B-deild Alþingistíðinda. (2120)

181. mál, stjórn fiskveiða

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Það er auðvitað ekkert því til fyrirstöðu að menn geri stutt hlé og ræði saman. Það hefur verið talað um það hér, og er hv. 7. þm. Reykv. áreiðanlega fullkunnugt, að ljúka þessu máli í nótt. En það er ekkert því til fyrirstöðu ef vilji er fyrir hendi um að ljúka fleiri málum. Þá er alveg sjálfsagt að ræða það.