21.12.1987
Efri deild: 35. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 2924 í B-deild Alþingistíðinda. (2135)

181. mál, stjórn fiskveiða

Guðmundur Ágústsson:

Hæstv. forseti. Í umræðum að undanförnu hefur hv. 3. þm. Vesturl. oft og tíðum komið hér upp og kvartað undan því að Borgarafl. hafi stöðvað hvert málið á fætur öðru og í sjónvarpsviðtölum og öðru hefur hann endurtekið þetta. Það hefur verið athugað að það er Alþfl. sem er búinn að tala hérna síðustu daga langmest af öllum flokkum. Ég vil að þetta komi skýrt fram. Ég hjó alveg sérstaklega eftir því að í fyrstu orðum hv. þm. kom þetta fram: Stjórnarandstaðan er búin að stöðva mörg stórmál. Ég mun þegar þetta verður prentað benda hv. þm. á þessi orð.