21.10.1987
Neðri deild: 5. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 284 í B-deild Alþingistíðinda. (214)

43. mál, leyfi til slátrunar

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Ég ítreka það, sem ég sagði hér fyrr í dag, að ég hygg að vænlegasti kosturinn í þessu máli sé sá að hæstv. landbrh. og hv. flm. þess frv. sem hér er til umræðu reyni að komast að samkomulagi um málið.

Ef hv. þingdeild heimilar að þessu máli verði vísað til landbn. deildarinnar mun ég gera það sem í mínu valdi stendur til að hraða því að málið fái þinglega meðferð. Ég mun boða fund í landbn. deildarinnar kl. 9 í fyrramálið og kalla til umsagnaraðila eins skjótt og er unnt og þannig reyna að ganga fram í því að málið fái skjóta meðferð eins og flm. hafa óskað eftir.