22.12.1987
Efri deild: 39. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3141 í B-deild Alþingistíðinda. (2208)

179. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. minni hl. fjh.- og viðskn. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Við 2. umr. dró ég til baka brtt. sem snerti vaxtaafslátt frá sköttum. Ástæðan var sú að ég var ekki sjálfur ánægður með tæknilega útfærslu á till., auk þess sem hæstv. forsrh. lýsti því yfir hér við 2. og 3. umr. málsins að þetta mál væri í sérstakri athugun í fjmrn. Mér fannst óskynsamlegt að láta þessa till. falla og dreg hana því alveg til baka.