22.12.1987
Efri deild: 39. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3141 í B-deild Alþingistíðinda. (2210)

Jólakveðjur í efri deild

Forseti (Karl Steinar Guðnason):

Komið er að lokum síðasta fundar þessarar hv. deildar fyrir jólahlé. Ég þakka hv. þingdeildarmönnum fyrir ánægjulegt og gott samstarf sem ekki hefur hvað síst reynt á nú hin síðustu dægur. Ég óska hv. þingdeildarmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Einnig óska ég skrifstofustjóra Alþingis og starfsfólki öllu gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári um leið og ég þakka þeim ánægjulegt samstarf og fyrirgreiðslu alla sem unnin er við erfiðar aðstæður og hefur ekki hvað síst reynt á síðustu 28 klukkustundir, en það eru rúmlega 28 klukkustundir síðan þessi fundalota hófst. Þeim hv. þingdeildarmönnum sem eiga um langan veg heim að fara óska ég góðrar heimferðar og heimkomu og bið þess að við megum öll hittast hell þegar jóladögunum lýkur.