22.12.1987
Neðri deild: 37. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3145 í B-deild Alþingistíðinda. (2219)

Vinnuálag á Alþingi

Forseti (Jón Kristjánsson):

Það skal tekið fram vegna orða síðasta ræðumanns að forseti hefur aldrei haldið því fram að umræður í Ed. hafi ekki verið innan ramma þingskapa. Þingsköp gefa, eins og hv. þm. er kunnugt, mjög rúman tíma og takmarka ekki málfrelsi manna. Þó að fundir í Ed. hafi dregist á langinn eru umræður vafalaust innan ramma þingskapa og hér hafa aldrei verið látin önnur orð falla um það. Það er að sjálfsögðu ekki meiningin og ekki við hæfi að hefta málfrelsi þm. að neinu leyti, enda hefur það ekki verið gert í þessari lotu.