28.12.1987
Sameinað þing: 38. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3204 í B-deild Alþingistíðinda. (2259)

1. mál, fjárlög 1988

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Sú aðstaða sem dreifbýlisbúar búa við er orðin helmingi lakari að þessu leyti en var fyrir örfáum árum eftir könnun sem gerð var og svari við fsp. frá Sturlu Böðvarssyni að dæma þannig að það er auðséð hvernig fjárveitingavaldið og meiri hluti á Alþingi lítur á þessi mál að reyna að jafna aðstöðumuninn í þjóðfélaginu. Ég minni á þeirra orð að þeir ætluðu að vinna að því. Ég segi já.