28.12.1987
Sameinað þing: 38. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3205 í B-deild Alþingistíðinda. (2262)

1. mál, fjárlög 1988

Þórhildur Þorleifsdóttir:

Virðulegi forseti. Þrátt fyrir að þessi heiðurslaun eigi að vera hafin yfir flokkadrætti og dægurþras lítur þessi listi þannig út að við kvennalistakonur getum ekki sætt okkur við hann. Það er augljóst mál að hlutur kvenna er þarna mjög illa fyrir borð borinn og fær ekki náð fyrir augum þm. þegar kemur að því að meta hverjir listamenn skuli verðugir launanna. Auðvitað á kynferði ekki að ráða þegar um er að ræða mat á listaverkum, en hingað til hefur það greinilega ráðið. Það var mikið rætt núna í menntamálanefndunum að ráða núna bót á þessu, en raun varð á að nú var fækkað og launum þess listamanns, Snorra Hjartarsonar, sem lést á sl. ári var skipt á hina 15 sem eftir lifðu og kallað hækkun. Í trausti þess að á þessu verði ráðin bót myndarlega á næsta ári með sérstöku tilliti til hlutar kvenna segi ég já.