28.12.1987
Sameinað þing: 38. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3206 í B-deild Alþingistíðinda. (2271)

1. mál, fjárlög 1988

Árni Gunnarsson:

Herra forseti. Ég geri svipaða grein fyrir atkvæði mínu nú og ég gerði við 2. umr. fjárlaga. Við umræður á Alþingi undanfarna daga hafa verið færð fyrir því gildi rök að íþróttahreyfingin hafi ekki verið hlunnfarin í fjárlögum af hálfu Alþingis og með það í huga að eftir að októbermánuður hafi verið gerður upp hjá Íslenskri getspá námu greiðslur til eignaraðila sem hér segir: Íþróttasambands Íslands 95,6 millj. kr., Öryrkjabandalags Íslands 82 millj., Ungmennafélags Íslands 27,3 millj., og með það í huga að þessar upphæðir hafa hækkað verulega síðan og íþróttahreyfingin hefur líklega aldrei fengið eins mikla fjármuni fyrir atbeina Alþingis og einmitt um þessar mundir segi ég nei.