28.12.1987
Sameinað þing: 38. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3209 í B-deild Alþingistíðinda. (2284)

1. mál, fjárlög 1988

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Nú bíða 354 einstaklingar og 76 hjón eftir plássi fyrir aldraða í Reykjavík, en þessi hópur er að mati Félagsmálastofnunar Reykjavíkur í brýnni þörf fyrir þjónustu. Auk þeirra eru 276 einstaklingar og 46 hjón sem að mati Félagsmálastofnunar geta beðið, þó aðeins um skamma hríð. Hér er alls um að ræða 1380 manns. Einn stærsti áfanginn í því verkefni að stytta biðlista eftir þjónustu við aldraða í Reykjavík væri að ljúka við B-álmu Borgarspítalans. Samkvæmt upplýsingum heilbrmrn. verður B-álman hins vegar fyrst fullbúin árið 2003 með sama framlagi og verið hefur og gert er ráð fyrir í tillögum ríkisstjórnarinnar. Hér er hins vegar flutt tillaga um að flýta þessu mikilvæga verkefni. Ég segi já.