28.12.1987
Sameinað þing: 38. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3212 í B-deild Alþingistíðinda. (2293)

1. mál, fjárlög 1988

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Athygli okkar hefur verið vakin á því fyrir skömmu að þau mistök hafi verið gerð við brtt. 4.37 að þar hafi fallið niður ákveðin skilyrði fyrir heimild til sölu fasteigna Grænmetisverslunar landbúnaðarins o.s.frv. sem eru í fjárlögum yfirstandandi árs. Því miður er ekki unnt að flytja brtt. og leiðréttingu við ákvæðið. Þess vegna hefur fjvn. samþykkt að kalla þessa tillögu til baka, en nefndin mun við fyrstu hentugleika flytja sérstakt frv. sem veitir umrædda heimild til ráðherra um sölu á þessum fasteignum með sömu skilmálum og eru ríkjandi fyrir yfirstandandi ár.