29.12.1987
Efri deild: 41. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3330 í B-deild Alþingistíðinda. (2340)

127. mál, framleiðsla og sala á búvörum

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 386 um frv. til staðfestingar á brbl. um breytingar á lögum nr. 46/1985, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum, ásamt brtt. á þskj. 387.

Í brtt. er kveðið á um að 202 millj. kr. af tekjum ríkissjóðs af grunngjaldi og sérstöku grunngjaldi verði varið til að draga úr röskun sem söluskattsskylda afurða alifugla og svína veldur á verðhlutföllum milli þeirra og dilkakjöts.

Nefndin fékk á sinn fund Guðmund Sigþórsson frá landbrn. og Gunnar Guðbjartsson frá Stéttarsambandi bænda. Landbrn. klofnaði í afstöðu sinni til frv. og skilar minni hl. nefndarinnar séráliti.

Meiri hl. nefndarinnar mælir með að frv. verði samþykkt með þeirri breytingu sem flutt er till. um á þskj. 387.