22.10.1987
Sameinað þing: 7. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 298 í B-deild Alþingistíðinda. (237)

3. mál, bann við geimvopnum

Albert Guðmundsson:

Hæstv. forseti. Ég mun ekki ræða þá þáltill., sem hv. 2. þm. Austurl. hefur mælt fyrir, um bann við geimvopnum, efnislega. Það munum við gera í Borgarafl. eftir að málinu hefur verið vísað til utanrmn. og fulltrúi okkar þar mun flytja okkar boðskap inn í sali Alþingis þar á eftir.

En í ræðu sinni gat hv. 2. þm. Austurl. um störf íslensku öryggisnefndarinnar sem er að mér skildist á vegum forsrh. Ég vil að eins upplýsa að Borgarafl. á ekki fulltrúa í þeirri nefnd og hefur ekki fengið boð um að eiga þar fulltrúa, en við mundum gjarnan þiggja slíkt boð ef það bærist.