30.12.1987
Efri deild: 45. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3400 í B-deild Alþingistíðinda. (2377)

54. mál, útflutningsleyfi

Utanríkisráðherra (Steingrímur Hermannsson):

Virðulegur forseti. Ég vil leiðrétta að ég hafi sagt að það lægi ekkert á að afgreiða málið. (EKJ: Það væri ekki í forgangsröð.) Það er rétt. Þegar leitað var samninga um að ljúka þingi fyrir jólahátíðina sagði ég strax að þessi mál yrðu ekki til fyrirstöðu. Það hafa engir samningar orðið, ekki neinir. Þetta eru einu málin sem liggja fyrir deildinni að því er mér er tjáð svo ég held að það væri langsamlega eðlilegast að nota þá þennan ágæta tíma og ræða þessi mál.