30.12.1987
Efri deild: 45. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3405 í B-deild Alþingistíðinda. (2387)

40. mál, Útflutningsráð Íslands

Frsm. 2. minni hl. fjh.- og viðskn. (Júlíus Sólnes):

Virðulegur forseti. Ég mæli fyrir nál. 2. minni hl. fjh.- og viðskn. sem kemur fram á þskj. 462. Með leyfi virðulegs forseta ætla ég að lesa nál.:

„Undirritaður telur ótímabært að gera breytingu á stöðu Útflutningsráðs Íslands miðað við það hve skammur tími er liðinn frá stofnun þess. Þá mæla engin rök með því að starfsemi ráðsins sé betur komin undir verndarvæng utanrrn. Undirritaður er því andvígur þeirri breytingu sem frv. gerir ráð fyrir. Um frekari rökstuðning fyrir þessari afstöðu vísast til nál. 2. minni hl. fjh.- og viðskn. um frv. til laga um útflutningsleyfi o.fl. á þskj. 461.“

Ég held að öll rök sem ég hef fram að færa í málinu hafi komið fram við umræðu um útflutningsleyfi og ekkert því frekar um þetta að segja.