31.12.1987
Efri deild: 46. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3506 í B-deild Alþingistíðinda. (2481)

197. mál, vörugjald

Eyjólfur Konráð Jónsson:

Herra forseti. Við afgreiðslu skattamálafrv. ríkisstjórnarinnar hér í deildinni lét ég í ljós andstöðu mína við ofsköttunar- og ofstjórnarstefnu með því að greiða atkvæði gegn frv. því um vörugjald sem nú kemur til þessarar hv. deildar á ný. Síðan hefur enn verið bætt við margháttuðum sköttum og er því enn frekari ástæða til að greiða atkvæði gegn frv. en áður og verslun með hækkun skatta á varaliti gegn nokkurri niðurgreiðslu á soðningu breytir þar engu um. Því segi ég nei.