22.10.1987
Sameinað þing: 7. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 310 í B-deild Alþingistíðinda. (250)

4. mál, frysting kjarnorkuvopna

Flm. (Guðrún Agnarsdóttir):

Herra forseti. Örfá orð í lok þessarar umræðu. Í fyrsta lagi langar mig að geta þess við hv. formann utanrmn. að það sakar ekki fyrir hæstv. utanrrh. að hafa Alþingi á bak við sig þegar svona jákvæð ákvörðun er tekin um afvopnunarmál. Í öðru lagi varðandi málflutning hv. 2. þm. Austurl. held ég að það sem kannski á best við í þessu máli sé: Batnandi mönnum er best að lifa. Og í þriðja lagi fagna ég þeim sinnaskiptum sem orðið hafa í utanrrn. varðandi þetta mál.