05.01.1988
Neðri deild: 46. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3589 í B-deild Alþingistíðinda. (2533)

196. mál, söluskattur

Hreggviður Jónsson:

Hæstv. forseti. Með tilvísan í svar hæstv. fjmrh. þar sem hann vísaði í 4. gr. laga um söluskatt þar sem segir: „Efni, vinnu, vélum og tækjum í skip og báta sem smíðaðir eru innan lands. Má miða endurgreiðslu við tiltekna fjárhæð á rúmlest.“ þá er ljóst að ef þessi till. er felld er fjmrh. óheimilt að gefa út reglugerð um rýmri svið en þessi till., sem borin er upp, gerir ráð fyrir. Ég segi því já.