05.01.1988
Neðri deild: 46. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3591 í B-deild Alþingistíðinda. (2542)

196. mál, söluskattur

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Fjmrh. segir að matarskatturinn hafi engin áhrif á framfærsluvísitöluna. Þó liggur fyrir að ríkissjóður á að fá auknar skatttekjur um 3 milljarða umfram það sem greitt er í auknar niðurgreiðslur, barnabætur og auknar tryggingabætur. Reynist rétt að slík skatttaka hafi engin áhrif á framfærsluvísitöluna sést glöggt á því að matvörur eru vanmetnar í vísitölugrundvellinum. Slíkur málflutningur, að það komi hvergi niður á þegnum þjóðfélagsins að skattar á matvörur séu auknir um 3 milljarða, er í samræmi við annan rökstuðning stjórnarliðsins fyrir þessum matarskatti. Ég segi nei.