05.01.1988
Efri deild: 49. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3643 í B-deild Alþingistíðinda. (2561)

196. mál, söluskattur

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég þakka talsmönnum stjórnarflokkanna, Framsfl. og Sjálfstfl., fyrir þær yfirlýsingar sem þeir hafa gefið. Þær eru ótvíræðar. Hæstv. landbrh. segir: Ef út af víkur með tekjur verður að taka til athugunar hvort breyta á útgjaldaliðum í samræmi við það. Það þýðir að ef verðbólgan verður meiri en spáð er á að hækka niðurgreiðslurnar að krónutölu til að þær haldi raungildi. Það skil ég sem stefnu hæstv. landbrh. Hv. 2. Norðurl. e. hefur tekið undir þessa yfirlýsingu hæstv. landbrh. í raun. Þarna rær því hæstv. fjmrh. einn á báti, sem er ánægjuefni, og verður fróðlegt að spyrja að leikslokum í því.