05.01.1988
Efri deild: 49. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3643 í B-deild Alþingistíðinda. (2562)

196. mál, söluskattur

Fjármálaráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins til að taka af tvímæli í þessu efni upplýsa að þegar upphæð niðurgreiðslufjár í framhaldi af ákvörðunum um þessa kerfisbreytingu var á dagskrá ríkisstjórnar voru fram settar óskir um að þessar niðurgreiðslur yrðu ekki ákveðnar sem föst krónutala pr. einingu heldur verðtryggðar. Þeirri kröfu var hafnað þannig að afgreiðsla ríkisstjórnar í þessu efni er algjörlega ótvíræð. Þær reglur sem við er miðað miða við fasta krónutölu pr. einingu.