07.01.1988
Neðri deild: 48. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3722 í B-deild Alþingistíðinda. (2594)

Varamenn taka þingsæti

Forseti (Jón Kristjánsson):

Forseta hefur borist eftirfarandi bréf:

„6. jan. 1988.

Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavík, Sólveig Pétursdóttir lögfræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Birgir Ísl. Gunnarsson,

2. þm. Reykv."

Þar sem Sólveig Pétursdóttir hefur tekið sæti áður á þessu þingi þarf ekki að rannsaka kjörbréf hennar. Er hún boðin velkomin til starfa á Alþingi.