07.01.1988
Neðri deild: 48. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3740 í B-deild Alþingistíðinda. (2608)

181. mál, stjórn fiskveiða

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Sú grein sem hér gengur til atkvæða fjallar um veiðar smábáta. Sæmilegur friður hefur ríkt um það fyrirkomulag sem lögfest var á árunum 1986 og 1987. Hér er hins vegar verið að gera róttækar breytingar sem þrengja mjög að hag þeirra sem veiðar stunda á bátum undir 10 brl. Hér er gripið til ástæðulausrar ofstjórnar og hér er verið að setja hag byggðarlaga sem síst mega við því að þeirra hagur sé skertur í hættu, tefla hagsmunum fjölda fólks í tvísýnu.

Þó að fengist hafi fram breytingar á upphaflegu frv. hæstv. sjútvrh. varðandi veiðar smábáta, breytingar sem horfa til bóta, er þar engan veginn nógu langt gengið. Því er þessi brtt. hér flutt. Ég segi já.