07.01.1988
Neðri deild: 48. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3742 í B-deild Alþingistíðinda. (2622)

181. mál, stjórn fiskveiða

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Þessi brtt. lýtur að því að sett verði ákvæði í lög sem skyldar þau skip sem frysta afla sinn um borð til að koma fyrir svo fljótt sem við verður komið nauðsynlegum búnaði til að fullnýta allan þann afla sem þau fá og færa þau verðmæti að landi. Það er löngu tímabært að þær breytingar eigi sér stað. Ég segi því já.