07.01.1988
Neðri deild: 48. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3742 í B-deild Alþingistíðinda. (2623)

181. mál, stjórn fiskveiða

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég er hlynntur því að að því skuli stefnt að það sem kemur um borð í frystitogara verði allt nýtt. Hins vegar sýnist mér að aðdragandi verði að eiga sér stað og þá með ákveðinni dagsetningu. Mér er ekki ljóst hvernig dómari gæti dæmt eftir þeim lagatexta sem hér yrði til ef þetta yrði samþykkt og segi því nei.