07.01.1988
Neðri deild: 48. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3743 í B-deild Alþingistíðinda. (2629)

181. mál, stjórn fiskveiða

Ragnhildur Helgadóttir:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að benda á að sú hugsanlega aðstaða gæti verið fyrir hendi að aðrir hlutar greinarinnar féllu og ég vil þá benda hæstv. forseta á hvað eftir stæði ef þessi hluti, sem nú á að bera undir atkvæði, væri samþykktur og aðrir féllu. Það yrði tóm vitleysa. Þess vegna vil ég leyfa mér að benda á að þessi háttur getur ekki gengið.