07.01.1988
Neðri deild: 49. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3779 í B-deild Alþingistíðinda. (2671)

181. mál, stjórn fiskveiða

Dómsmálaráðherra (Jón Sigurðsson):

Herra forseti. Um 1. tillgr. vildi ég segja að það er m.a. verkefni þeirrar nefndar sem skv. Ákvæði I til bráðabirgða í frv. skal vinna að endurskoðun laganna að gera tillögur um tilhögun veiðiheimilda, m.a. heimilda sem ekki verði bundnar við skip. Ég treysti því að í fyrsta áliti þessarar nefndar verði tekið á því máli sem hreyft er í 1. og 2. tillgr. og segi því nei.