07.01.1988
Neðri deild: 49. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3782 í B-deild Alþingistíðinda. (2683)

181. mál, stjórn fiskveiða

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Skv. till. er lagt til að á gildistíma laganna, þ.e. á þremur árum, sé leyfilegt að láta þrjú skip koma í stað þeirra skipa sem fórust á árunum 1983–1984. Það eru alveg áreiðanlega fullkomin rök fyrir því með þessi þrjú skip og ég harma mjög hvernig þm. virðast vera rígbundnir í atkvæðagreiðslu hvernig sem tillögurnar eru. Það má eiginlega segja að þennan stjórnarsáttmála eigi að skoða alveg öfugt, þ.e. það eigi ekki að fara eftir honum heldur öfugt við það sem þar stendur, sbr. atkvæðagreiðsluna um till. nr. 3 og vextina og fleira mætti upp telja. Ég segi já.