07.01.1988
Neðri deild: 49. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3783 í B-deild Alþingistíðinda. (2686)

181. mál, stjórn fiskveiða

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Fyrir liggur síðan síðla sl. vetur samþykkt kjördæmisþings Alþfl. á Vestfjörðum þar sem því er lýst yfir að kjördæmisþingið og kjördæmisráð Alþfl. geti ekki stutt áframhaldandi kvótakerfi eins og var í gildi á sl. tveimur árum. Engu að síður hefði ég treyst mér til að standa með frv. ef eitthvað af þeim tillögum sem við fluttum, hv. 1. þm. Vestf. við 2. umr. og ég við 3. umr., hefði fengist samþykkt. Svo er ekki. Eftir ítrekaðar áskoranir úr mínu kjördæmi og þá samþykkt um afstöðu kjördæmisþings Alþfl. sem fyrir liggur segi ég nei.