13.01.1988
Neðri deild: 53. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3967 í B-deild Alþingistíðinda. (2763)

63. mál, lánsfjárlög 1988

Albert Guðmundsson:

Hæstv. forseti. Ég geri rök hv. síðasta ræðumanns, talsmanns Alþb,. að mínum þegar ég geri grein fyrir minni afstöðu til þess frv. sem hér er á lokastigi afgreiðslu. En ég held að við verðum að gera okkur grein fyrir því að hér, við lokaafgreiðslu fjárlaga, stendur yfir einkennilegur tímamótafundur sem er best lýst með forsíðu dagblaðsins Tímans í dag. Þar er mynd af þremur leiðandi ráðherrum í ríkisstjórninni og þar er sagt að þeir séu hissa á afleiðingum þeirra laga sem þeir hafa knúið með hnefarétti í gegnum Alþingi á mettíma. Ég verð að segja alveg eins og er að stjórnarandstaðan hefur reynt að leiða þá inn á réttar brautir en mistekist og ég er alveg hissa á því að jafn vel upplýstir menn skuli leyfa sér að koma með eins lítið marktækt plagg eins og þeir hafa gert með frv. til fjárlaga því ég tel þetta hluta af fjárlögunum og því segi ég nei.