13.01.1988
Neðri deild: 53. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3967 í B-deild Alþingistíðinda. (2764)

194. mál, verkaskipting ríkis og sveitarfélaga

Frsm. meiri hl. félmn. (Alexander Stefánsson):

Herra forseti. Þar sem ljóst er að frv. um breytingu á lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, 194. mál Nd., sem hér er á dagskrá, fer ekki til afgreiðslu úr þessari hv. deild fyrir þinghlé geri ég þá tillögu um málsmeðferð að umræðu um málið verði frestað og félmn. deildarinnar fái málið til meðferðar á ný, ekki hvað síst með tilliti til þess tímaskorts sem var þegar málið var til umfjöllunar í nefndinni fyrir jól og nauðsynjar þess að fá fram nánari upplýsingar um ákveðin atriði varðandi frv. Ég vænti þess að hæstv. forseti samþykki þessa málsmeðferð.