13.01.1988
Neðri deild: 53. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 3969 í B-deild Alþingistíðinda. (2771)

Frumvarp um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga

Eggert Haukdal:

Herra forseti. Ég vil undirstrika að það voru ekki mín orð að það væri búið að rugla þinghaldinu. Það voru orð hv. þm. Ólafs Þ. Þórðarsonar. Ég vakti aðeins máls á því að jólahrotan væri afstaðin og þá hafði ég vonir um að mitt frv. yrði tekið til umræðu, og yfir því kvartaði ég.