26.10.1987
Efri deild: 6. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 352 í B-deild Alþingistíðinda. (281)

50. mál, almannatryggingar

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti. Aðeins örstutt. Ég kem upp til þess að lýsa stuðningi við þetta mikilvæga réttlætismál. Þegar það var í umfjöllun heilbr.- og trn. Nd. þar sem ég átti sæti á sl. kjörtímabili þá studdi ég málið. Það hefur nú tekið nokkrum breytingum og sýnast mér þær vera til bóta og sjálfsagðar og mun ég áfram styðja þetta mál vegna þess hve mikilvægt það er að þessi leiðrétting komist á.

Eins og kom fram í máli 1. flm. þá varðar þetta afkomu og lífskjör fólks víða um landið og getur verið mjög erfitt fyrir fólk að una við það örorkumat sem því hefur verið fengið. Ég vona að þetta mál nái fram að ganga á þessu þingi og vil biðja hv. þm. að kynna sér málið vel og veita því stuðning.