02.02.1988
Neðri deild: 54. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4145 í B-deild Alþingistíðinda. (2910)

201. mál, almannatryggingar

Forseti (Jón Kristjánsson):

Þar sem ætlunin var að halda fundahöldum áfram aðeins til kl. 4 vegna þess að nokkur hópur þm. er upptekinn í fundahöldum annars staðar verður þessari umræðu frestað. Það eru tveir á mælendaskrá, en ef ræður þeirra eru ekki mjög langar væri hugsanlegt að ljúka þessari umræðu þó að það drægist eitthvað fram yfir kl. 4. (AG: Er hægt að fá skýringu á því hvaða fundahöld eru annars staðar á vegum þingsins?) Það er fundur á vegum Norðurlandaráðs sem var boðaður kl. 4 og ég var látinn vita um það og taldi ekki svo þröngt á dagskrá í dag að það mundi koma í bága við störf þingsins, enda verður ekki viðamikil dagskrá á morgun. Hins vegar mun vera mögulegt að ljúka þessari umræðu. Það eru aðeins tveir á mælendaskrá og mun ég þá gefa hv. 6. þm. Norðurl. e. orðið.