03.02.1988
Efri deild: 55. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4166 í B-deild Alþingistíðinda. (2924)

214. mál, Innheimtustofnun sveitarfélaga

Dómsmálaráðherra (Jón Sigurðsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frv. þessu sem er fylgifrv. með frv. til l. um fangelsi og fangavist og deildin hefur nýlokið við að ræða í 1. umr.

Eins og fram kemur í grg. með frv. er frv. beinlínis flutt í tilefni af þeirri fyrirhuguðu breytingu að gert er ráð fyrir að fangelsismálastofnun annist fullnustu refsidóma. Það er því eðlilegt að dómarnir berist beint til þeirrar stofnunar í stað dómsmrn. eins og nú er gert ráð fyrir í 179. og 189. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 74/1974.

Ég legg til að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. allshn. að lokinni þessari umræðu.