04.02.1988
Sameinað þing: 44. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4226 í B-deild Alþingistíðinda. (2973)

226. mál, úrbætur í raforkumálum Norður-Þingeyjarsýslu

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Mér þykir það leitt ef misskilningur hefur verið okkar á milli í þessu máli. Þegar við ræddum um þetta eftir áramótin þá lagði ég áherslu á að sett yrði inn á lánsfjárlög fjármagn til þessara hluta. Og í síðasta skiptið sem ég talaði um þetta við ráðherrann þá talaði hann um að það væri ekki málið. Ég skildi hann þannig að hann mundi finna úrræði til þess að fá fjármagn ef á þyrfti að halda þegar skýrslan lægi fyrir og að þá þegar væri byrj að á þessari skýrslugerð. Ég ætla að láta þetta nægja en ég mun ræða þetta betur við ráðherrann og rifja þetta upp. Mér þykir það leitt ef ég hef misskilið þetta mál því að þessi skilaboð bar ég í Norður-Þingeyingana sem höfðu samband við mig þá strax, að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur út af því þó þetta færi ekki inn á lánsfjárlög vegna þess að það mundi finnast leið ef niðurstaðan yrði að halda áfram með Sandárvirkjun.