04.02.1988
Sameinað þing: 44. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4226 í B-deild Alþingistíðinda. (2974)

226. mál, úrbætur í raforkumálum Norður-Þingeyjarsýslu

Flm. (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég þakka þær góðu undirtektir sem þessi þáltill. hefur fengið hér í Sþ. og lýsi sérstakri ánægju með undirtektir hæstv. iðnrh. Það var ánægjulegt að heyra það að flestir hv. þm. eru þeirrar skoðunar að það sé eðlilegt að fjallað sé um þetta mál hérna í þinginu og raunar umhugsunarefni ef ákveðnir þm. geta haft þá skoðun að umfjöllun hér í hv. Alþingi geti skemmt fyrir varðandi framgang málsins. En raunar held ég að svo hafi nú verið með hv. 6. þm. Norðurl. e. að hann hafi kannski verið kominn á aðra skoðun undir lok umræðunnar, honum hafi fundist það gagnlegt að við hefðum rætt þetta mál hér í hv. þingi.

Ég ætla ekki að lengja umræðuna. Mér láðist að geta þess í minni framsögu að ég mælist til þess að málinu verði vísað til hv. atvmn. að lokinni umræðu.