04.02.1988
Sameinað þing: 44. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4273 í B-deild Alþingistíðinda. (2982)

Staðan í efnahags- og kjaramálum

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það þykir ástæða að vekja athygli á því að þessar umræður hafa nú staðið í nær hálfa þriðju klukkustund. Það hafa 16 hv. þm. kvatt sér hljóðs. Það hafa sex lokið máli sínu. Af þessu má ætla að við þurfum að halda vel á spilunum ef okkur á að takast að ljúka þessari umræðu fyrir kvöldverð. En ef það tekst ekki verður kvöldfundur að loknu matarhléi. Það er vakin athygli á hvernig málin standa, en það er ekki verið að boða takmörkun umræðna af hálfu forseta.