10.10.1987
Sameinað þing: 1. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4 í B-deild Alþingistíðinda. (3)

Forseti Íslands setur þingið

Aldursforseti (Stefán Valgeirsson):

Ég býð hv. alþingismenn og starfsfólk Alþingis velkomin til starfa með þeirri ósk að það þinghald, sem nú er að hefjast, verði landi og þjóð til heilla og að störf þess í vetur verði til þess að auka réttlæti og minnka aðstöðumun í okkar þjóðfélagi.

Nú verður fundi frestað til mánudags kl. 2 miðdegis.