04.02.1988
Sameinað þing: 44. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4346 í B-deild Alþingistíðinda. (3002)

Staðan í efnahags- og kjaramálum

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég vil bara fá að þakka fáeinum orðum þessa hjartnæmu ræðu sem hæstv. viðskrh. flutti í lokin. En ég þakka honum einnig fyrir að vitna í þessa mætu sómamenn. Ég er þeim, var þeim og verð þeim hjartanlega sammála. Og ég bið hæstv. viðskrh. að ætla mér ekki að rugla saman annars vegar því að tryggð sé eðlileg ávöxtun fjár, að sparifé landsmanna geti staðið með eðlilegum hætti inni í bönkum án þess að rýrna, og hinu að hafa vaxtastigið jafnbrjálað og það er í dag. Á þessu tvennu er reginmunur sem ég veit að hæstv. viðskrh. gerir sér grein fyrir. Það er væntanlega keppikefli okkar allra að hafa hér sem eðlilegast ástand í þessum efnum og auðvitað er eðlilegt ástand einungis það að spariféð geti haldið verðgildi sínu, borið eðlilega, hóflega ávöxtun, raunvexti 2–4% eins og ég hygg að flestir séu sammála um að væri hið ákjósanlega ástand.

1