10.02.1988
Neðri deild: 57. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4433 í B-deild Alþingistíðinda. (3056)

205. mál, lánskjör og ávöxtun sparifjár

Forseti (Sighvatur Björgvinsson):

Skv. upplýsingatöflu á borði forseta voru 25 neðrideildarþingmenn í þessu húsi þegar atkvæðagreiðsla átti að fara fram. Eftir að hringing hófst hafa tveir deildarmenn gengið út úr húsinu. Ítrekaðar tilraunir hafa ekki borið árangur til að fá þá 24 sem eru staddir í húsinu til að mæta til atkvæðagreiðslu. Forseti telur það ekki góðan sið að menn víki úr Alþingishúsi þegar atkvæðagreiðsla hefur verið hringd. Forseti neyðist því til að taka út af dagskránni fyrsta, þriðja og fjórða dagskrármálið. Fleira liggur ekki fyrir þessum fundi.