11.02.1988
Sameinað þing: 46. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4465 í B-deild Alþingistíðinda. (3089)

249. mál, húsnæðismál á landsbyggðinni

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Þó að þær upplýsingar sem hér hafa komið fram um hvað er verið að hugleiða í þessum málum séu góðra gjalda verðar er málið það að fólkið sem býr úti á landi hefur ekki trú á því að það verði tekið á málefnum landsbyggðarinnar á þann hátt að fólk treysti sér til eða vilji fjárfesta þar. Það er vandamálið. Vandamálið er að taka á málefnum landsbyggðarinnar þannig að fólkið úti á landi fái trú á því að þess lífskjör og lífsaðstaða verði ekki miklu lakari en hér á suðvesturhorninu, en við þekkjum öll hvernig það er í dag. Þannig þarf fyrst og fremst að taka á þessu máli.