15.02.1988
Sameinað þing: 48. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4585 í B-deild Alþingistíðinda. (3177)

Reglur LÍN um barnsmeðlög

Ragnhildur Helgadóttir:

Herra forseti. Það var aðeins til leiðréttingar vegna orða hv. 4. þm. Norðurl. e. sem hélt því fram að ég hefði skert námslán með því að breyta viðmiðun við vísitölu. Ég vil taka það fram að það er rétt að viðmiðuninni var breytt og tekin upp önnur viðmiðun, en það skerti ekki lánin heldur þvert á móti. Því var hætt á tímabili að miða við vísitölu framfærslunnar og miðað var við vísitölu ráðstöfunartekna. Þetta reyndist síðar á því ári koma verr út fyrir námsmenn vegna breytinga í kaupgjaldsmálum landsmanna og því var breytt aftur yfir í viðmiðun við framfærsluvísitölu. Þannig að útkoman var sú að þessi ráðstöfun skerti lánin ekki. Þetta vildi ég láta koma fram því það er ástæðulaust að láta hella yfir sig blekkingum hvað eftir annað.