16.02.1988
Efri deild: 57. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4604 í B-deild Alþingistíðinda. (3193)

60. mál, iðnaðarlög

Frsm. minni hl. iðnn. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Ég tel fyrir mitt leyti að miðað við allar aðstæður hafi verið dregnar fram allar helstu staðreyndir þessa máls og engin ástæða sé til þess að setja á mikið meiri umræður, alla vega af okkar hálfu hér í Alþb., um þetta mál í þessari virðulegu deild. Málið á eftir að fá meðferð í hv. Nd. og hver veit nema málin hittist þá þar að lokum, þ.e. sú heildarendurskoðun sem hér hefur verið margboðuð og lofað hefur verið að komi í vetur og svo þetta frv. Ég tel ekki ástæðu til þess af hálfu okkar þm. Alþb. að orðlengja frekar um mál þetta.