25.02.1988
Sameinað þing: 50. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4848 í B-deild Alþingistíðinda. (3337)

234. mál, söluskattur af heilsurækt

Fjármálaráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson):

Herra forseti. Þegar spurt er með hvaða hætti söluskattur af sýningum á innlendum kvikmyndum verði innheimtur þá er svarið mjög einfalt. Það verður gert með nákvæmlega sama hætti og um aðrar kvikmyndasýningar, enda var hér um að ræða að fella niður undanþágur og hafa á því samræmt kerfi.

Tekjuöflun er, eins og fram hefur komið, mjög óveruleg og skiptir ekki sköpum fyrir þróun þessa iðnaðar. En á það má benda af gefnu tilefni að meiri hluti Alþingis ákvað að hækka mjög verulega framlög í Kvikmyndasjóð eða um 20 millj. kr.