25.02.1988
Sameinað þing: 50. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4853 í B-deild Alþingistíðinda. (3345)

237. mál, raforkuverð

Friðjón Þórðarson:

Herra forseti. Þetta er góð fsp. og eðlilegt að þetta mál sé rætt. Og það má segja að bragð er að þá barnið finnur, þegar svona er spurt. Svör hæstv. ráðherra voru eðlileg. Hitt er svo annað mál að landsmenn búa nú orðið við svo mikinn ójöfnuð í orkumálum að þar verður Sjálfstfl. og hans forustumenn að láta til sín taka, því að eitt af okkar meginkjörorðum er það, að ég best veit, að allir landsmenn búi við sem jöfnust lífsskilyrði hvar sem þeir eiga heima á landinu.