25.02.1988
Sameinað þing: 50. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4874 í B-deild Alþingistíðinda. (3376)

258. mál, Menningarsjóður útvarpsstöðva

Ingi Björn Albertsson:

Herra forseti. Ég tek undir þær áhyggjur sem fram hafa komið í máli hv. þm. Ólafs Þ. Þórðarsonar og Eiðs Guðnasonar. Sé rétt eftir Jóni Óttari haft í Morgunblaðinu, og hygg ég að það hafi verið, er það nánast siðferðileg skylda ráðherra að kafa í þetta mál og fá sannleikann upp á yfirborðið.