25.02.1988
Sameinað þing: 50. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 4878 í B-deild Alþingistíðinda. (3382)

259. mál, fiskvinnsluskólar

Fyrirspyrjandi (Jón Sæmundur Sigurjónsson):

Herra forseti. Ég þakka greinargóðar upplýsingar sem komu fram hjá menntmrh. Ég fagna því fyrir hönd fjórðungsbræðra minna á Norðurlandi, þeirra Dalvíkinga, að við hafi verið brugðið með svo undraskjótum hætti þeirra óskum að fá skóla settan á stofn fyrir fiskvinnslu, fiskiðnað á þeirra stað. Er ekki annað hægt en samfagna því.

Ég gat ekki skilið ráðherra öðruvísi en svo að það væri úreltur hugsunarháttur að koma á stofn einhverjum slíkum skóla á Siglufirði og ég mun koma þeim skilaboðum áleiðis.