29.02.1988
Sameinað þing: 53. fundur, 110. löggjafarþing.
Sjá dálk 5086 í B-deild Alþingistíðinda. (3434)

Varamenn taka þingsæti

Frsm. kjörbréfanefndar (Ólafur G. Einarsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til athugunar kjörbréf þriggja varamanna. Það er fyrst kjörbréf Árna Johnsens, 1. varamanns Sjálfstfl. í Suðurlandskjördæmi, en óskað er eftir að hann taki sæti í fjarveru hæstv. forsrh. Þorsteins Pálssonar sem er á förum til útlanda í opinberum erindum. Í öðru lagi er hér kjörbréf Einars Kr. Guðfinnssonar, 1. varamanns Sjálfstfl. í Vestfjarðakjördæmi, en það er óskað eftir að hann taki sæti á þingi í veikindaforföllum Matthíasar Bjarnasonar, hv. 1. þm. Vestf. Í þriðja lagi er svo kjörbréf Ingibjargar Daníelsdóttur, 1. varamanns Samtaka um kvennalista í Vesturlandskjördæmi, en óskað er eftir að hún taki sæti Danfríðar Skarphéðinsdóttur, hv. 6. þm. Vesturl., sem er á förum til útlanda. Kjörbréfanefnd leggur til að þessi kjörbréf verði samþykkt.